Djúpavogshreppur
A A

Kynningardagur félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla í Djúpavogshreppi

Kynningardagur félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla í Djúpavogshreppi

Kynningardagur félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla í Djúpavogshreppi

skrifaði 21.09.2016 - 08:09

Hvað er um að vera í vetur?

Kynningardagur félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla í Djúpavogshreppi verður haldinn Laugardaginn 8. október 2016 milli kl. 15:00-17:00 í Íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps, ef næg þátttaka fæst

Í Djúpavogshreppi er fjölbreytt flóra félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla með mjög mismunandi starfssemi og virkni.

Sum hafa mögulega þörf á samstarfsaðilum, sjálfboðaliðum og/ eða fleiri þátttakendum til að efla megi félagsskapinn og starfsemina, önnur eru rótgróin með góða virkni sem gaman er að kynna fyrir öðrum.

Nú gefst öllum í Djúpavogshreppi tækifæri á að kynna sig, sitt og/ eða sinn rekstur á lifandi og skemmtilegan hátt líkt og gert var í janúar sl. og sést á þessu myndskeiði:

Umf. Neisti sér um skipulag og uppstillingu í sal, býður upp á barnagæslu í barnalandinu, verður með veitingasölu og fleira fjölbreytt og fjörugt sér til fjáröflunar.

Þátttakendur geta valið um stærð og gerð á kynningarbása:

með 1-2 borðum, stólum eða auðan bás á verðbili 1.000-3.000 kr.- sem rennur í félagsstarf Neista.

Öllum þátttakendum er velkomið að nýta tækifærið sér til fjáröflunar, skráningar á nýjum félagsmönnum, sölu á varningi, happadrætti, með söng, leik eða einhverju allt öðru til kynna sína starfsemi á sinn hátt svo dagurinn verði sem allra flottastur og gestir kynnist starfseminni sem best.

Básunum verður raðað upp þannig að þátttakendur geta verið með fleiri en einn bás/ starfsemi.

Þátttakendur geta skráð sig rafrænt hér fyrir föstudaginn 30. september og fengið frekari upplýsingar eða skráð sig beint hjá Ágústu Margréti á vefpóstinn agusta@arfleifd.is eða í sími 863-1475.

Með því að smella hér getið þið skoðað myndir frá síðasta kynningardegi sem haldinn var í janúar síðastliðnum.

Með von um góð viðbrögð og dúndurdag á Djúpavogi

Fh. umf. Neista
Ágústa Margrét Arnardóttir