Djúpavogshreppur
A A

Kynning frá Bandalagi íslenskra Skáta

Kynning frá Bandalagi íslenskra Skáta

Kynning frá Bandalagi íslenskra Skáta

Ólafur Björnsson skrifaði 10.10.2019 - 16:10

Kynning frá Bandalagi Íslenskra Skáta á Skátastarfi barna fyrir foreldra, forráðamenn og alla áhugasama 16 ára og eldri verður í Grunnskóla Djúpavogs kl. 20:00 fimmtudaginn 10. október 2019.

Hvað er gert í skátunum?

Hvaða tækifæri fá börn og ungmenni í skátastarfi?

Hvernig geta foreldrar, forráðamenn og áhugasamir yfir 16 ára komið að skátastarfi?

Fyrirhugað er að stofna skátafélag í Djúpavogshreppi ef áhugi er fyrir hendi.

Þátttaka barnanna sjálfra er grundvöllur starfsins en þátttaka nokkurra foreldra, forráðamanna eða ábyrgra aðila yfir 16 ára er nauðsynleg.

Nú þegar eru komnir aðilar sem vilja bera ábyrgð á starfinu, en óska eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg með einum eða öðrum hætti.

Á kynningunni verður farið ýtarlega yfir það sem skátarnir gera þannig að foreldrar og forráðamenn viti út á hvað starfið gengur og hvernig það verður.

Auk þess er farið yfir þau fjölbreyttu og misstóru verk sem sjálfboðaliðar gera.

„Skátahreyfingin er alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í. Skátastarf er gefandi bæði fyrir ungt fólk og fullorðna sjálfboðaliða sem sinna starfinu með því. Í skátastarfi öðlast þú ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart“ www.skatarnir.is