Djúpivogur
A A

Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020

Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020

Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020

skrifaði 15.08.2013 - 09:08

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps kynnir eftirfarandi breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Breytt lega Axarvegar (veglína G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, staðsetning nýrra T-vegamóta Hringvegar (1) um Berufjarðarbotn og staðsetning átta nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar ásamt umhverfisskýrslu.

Breytingartillaga ásamt umhverfisskýrslu er aðgengileg hér fyrir neðan:

Tillaga að breyttu aðalskipulagi, uppdráttur og greinargerð

Umhverfisskýrsla

Ennfremur mun tillagan liggja frammi á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1.

Frestur til ábendinga við tillöguna rennur út kl. 16.00 þriðjudaginn 20. ágúst 2013 og skal þeim skilað með tölvupósti til TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur (tgj@tgj.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Að lokinni kynningu verður breytingartillagan tekin til afgreiðslu hjá sveitarstjórn og í kjölfar þess verður óskað eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


15. ágúst 2013;
Sveitarstjóri