Djúpivogur
A A

Kvikmyndasýning á Hammondhátíð í gömlu kirkjunni

Kvikmyndasýning á Hammondhátíð í gömlu kirkjunni

Kvikmyndasýning á Hammondhátíð í gömlu kirkjunni

skrifaði 20.04.2012 - 14:04

Laugardaginn 21. apríl mun undirritaður standa fyrir kvikmyndasýningu í gömlu kirkjunni hér í þorpinu. Um er að ræða sýningu á tveimur myndum sem tengjast Djúpavogi.

Fyrst verður heimdildarmyndin „Lífsviljinn“ (um Rafn Heiðdal) sýnd og svo í beinu framhaldi verður stuttmyndin „Einn á báti“ frumsýnd en meðal leikara þar eru m.a. Magnús Ólafsson og nokkur þekkt andlit hér á Djúpavogi.

Viðburður þessi hefst kl. 17:30 og ef kemur í ljós að húsrúm verður ekki nóg fyrir alla gesti verður önnur sýning kl. 18:30.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og eru gestir beðnir um að setja peninginn í söfnunarkassa sem settur hefur verið upp við innganginn í kirkjunni.

Allur ágóði af sýningunni rennur í sjóð Hollvinasamtaka gömlu kirkjunnar sem ásamt Djúpavogshreppi vinnur nú að endurbyggingu kirkjunnar.

Hvet alla Djúpavogsbúa til að mæta og taka þátt í einstakri upplifun í einstakri umgjörð og styðja um leið gott málefni.

Skúli Andrésson