Djúpivogur
A A

Kvenréttindadagurinn 2018 haldinn hátíðlegur

Kvenréttindadagurinn 2018 haldinn hátíðlegur
Cittaslow

Kvenréttindadagurinn 2018 haldinn hátíðlegur

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 20.06.2018 - 14:06

Kvenréttindadagurinn 19.júní var haldinn hátíðlegur í gær í Löngubúð. Þar komu saman konur á Djúpavogi, glöddust, ræddu, hlógu og sungu. Gestabókin frá árinu 1990 var á sínum stað og söngtextabókin góða lumaði á fjölmörgum góðkunnum lögum sem þær sungu saman við gítarleik. Nýr sönghópur leit dagsins ljós og konur skiptust á að stíga í pontu með erindi af ýmsu tagi. Alls mættu 32 konur á öllum aldri.