Djúpivogur
A A

Kristján Ingimarsson sigraði í sönglagakeppni Ormsteitis

Kristján Ingimarsson sigraði í sönglagakeppni Ormsteitis

Kristján Ingimarsson sigraði í sönglagakeppni Ormsteitis

skrifaði 21.08.2012 - 08:08

Sönglagakeppni Ormsteitis á Fljótsdalshéraði fór fram föstudagskvöldið 10. ágúst sl. Tíu lög kepptu til úrslita en þau höfðu verið valin úr hópi allra þeirra laga sem send voru inn í keppnina.

Þrjú þessara tíu laga voru ættuð frá Djúpavogi, tvö úr smiðju Kristjáns Ingimarssonar og eitt frá Birni Hafþór Guðmundssyni. Þegar flutningi laga var lokið tók við símakosning og sérstök dómnefnd réði ráðum sínum. Á endanum stóð lag Kristjáns Ingimarssonar, Vor, uppi sem sigurlag kvöldsins.

Verðlaunin fyrir sigurlagið voru ekki af verri endanum en Kristján fékk gítar, míkrófón, heyrnartól, gistingu fyrir tvo, 30 tíma í hljóðveri og svo farandhörpuna, sem er verðlaunagripur keppninnar.

Glæsilegur árangur hjá Kristjáni sem síðan flaug til Reykjavíkur helgina eftir til að hlaupa eitt stykki maraþon og var svo mættur að kvöldi þess sama dags í Valaskjálf á Egilsstöðum til þess að spila á balli. Er það eitthvað sem þessi maður getur ekki gert?

Til hamingju Kristján.

Hér að neðan má sjá upptöku frá flutningi sigurlagsins og myndir frá verðlaunaafhendingunni.

ÓB

 


mynd: ormsteiti.is


mynd: ormsteiti.is