Kristján Ingimarsson gefur út plötu


Nú er hægt að styrkja útgáfu hljómplötu Djúpavogsbúans Kristjáns Ingimarssonar og í leiðinni tryggja sér eintak.
Tilveran er hljómplata með tónlistarmanninum Kristjáni I og inniheldur 11 frumsamin lög og texta. Stefnt er á að gefa hana út um mánaðamótin mars/apríl. Jón Ólafsson sá um upptökur, útsetningar og hljóðfæraleikur var í höndum Jóns, Stefáns Más Magnússonar og Magnúsar Magnússonar.
Þó að lögin hafi verið samin á nokkurra ára bili var aðdragandinn að útgáfunni stuttur en undirbúningur hófst í október í fyrra. Jón Ólafsson sá um að velja lög á plötuna úr safni Kristjáns og urðu ellefu lög fyrir valinu. Jón sá um útsetningar og upptökur auk þess sem hann sá um hljómborðsleik og raddanir. Stefán Már Magnússon spilaði inn gítara og bassa og Magnús Magnússon trommaði inn á plötuna. Platan verður gefin út á stafrænu formi, á geisladisk og vínyl.
Það er mikils virði fyrir Kristján að finna fyrir stuðningi á Karolina fund og styrktarsíðuna má nálgast hér.