Djúpivogur
A A

Kosning til stjórnlagaþings

Kosning til stjórnlagaþings

Kosning til stjórnlagaþings

skrifaði 23.11.2010 - 13:11

Kosningar til stjórnlagaþings, samkvæmt lögum nr. 90/2010 með síðari breytingum, munu fara fram í Grunnskóla Djúpavogs þann 27. nóvember 2010. Kosning hefst kl. 12:00 og lýkur kl. 20:00.

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.

Kosningar þessar til stjórnlagaþings eru með öðru sniði en venjubundnar kosningar er kjósendur þekkja og kosningin sjálf mun taka kjósendur lengri tíma en vant er. Til þess að tryggja það að kosningarnar gangi sem greiðast fyrir sig, eru kjósendur hvattir til þess að undirbúa sig fyrir kosningarnar með því að hafa með sér á kjörstað útfylltan "hjálparkjörseðil", sem öllum kjósendum hefur verið sendur, eða hafa með sér á kjörstað eigin hjálparseðil, sem kjósendur hafa getað fyllt út sjálfir og prentað út af vefnum www.kosning.is, og færa af hjálparseðlinum númer þeirra fulltrúa sem þeir kjósa, inn á sjálfan kjörseðilinn.

Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki á kjörstað.


Kjörstjórn