Djúpavogshreppur
A A

Kórinn á gömlu kirkjunni fjarlægður

Kórinn á gömlu kirkjunni fjarlægður

Kórinn á gömlu kirkjunni fjarlægður

skrifaði 26.03.2015 - 15:03

Upp úr hádegi fékk hirðljósmyndari heimasíðunnar fyrirvaralausa skipun frá öðrum af yfirsmiðum í gömlu kirkjunni. Hann skyldi drífa sig upp að kirkjunni með myndavélina því "nú ætti að fara að rífa afturendann af gömlu kirkjunni", eins og yfirsmiðurinn orðaði það. Það stóð líka heima og stóð meira að segja á endum að þegar undirritaður mætti móður og másandi á staðinn, þá var voru fyrstu millimetrarnir í hífingunni að hefjast.

Menn voru hræddir um að kórinn myndi hreinlega liðast í sundur en það var aldeilis annað upp á tengingum og þurfti meira að segja töluverða lagni og talsvert afl til að jafna hann við jörðu.

Endurbyggingin er annars vel á veg komin, eins og meðal annars má sjá á meðfylgjandi myndum - sem þó snúa að meira að niðurrifi en uppbyggingu.

ÓB