Djúpivogur
A A

Könnun á ferðavenjum í Djúpavogshreppi

Könnun á ferðavenjum í Djúpavogshreppi

Könnun á ferðavenjum í Djúpavogshreppi

Ólafur Björnsson skrifaði 15.01.2020 - 09:01

Á síðastliðnu hausti ákvað Djúpavogshreppur að gera könnun á ferðavenjum íbúa og þeirra sem hafa búsetu í sveitarfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Í könnuninni er sérstaklega horft til Djúpavogs.

Markmið könnunarinnar er að varpa ljósi á með hvaða hætti íbúar kjósa að ferðast í sínu daglega lífi, greina hindranir og hvata fyrir því að nota virka ferðamáta og kanna viðhorf til byggðs umhverfis og skipulags á Djúpavogi.

Öllum íbúum Djúpavogshrepps, 18 ára og eldri, er boðið að taka þátt með að smella á linkinninn hér fyrir neðan. Það er von okkar að þú sjáir þér fært að taka þátt og láta þína skoðun í ljós.

Hér er könnunin

Það tekur um 10-15 mínútur að klára könnunina. Við úrvinnslu verða eingöngu notuð svör þeirra sem klára allar spurningar svo við hvetjum þig til að ljúka við að svara öllum spurningunum.

Svör þín verða meðhöndluð sem trúnaðargögn og eru ekki persónurekjanleg við úrvinnslu gagna. TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir sér um framkvæmd rannsóknarinnar og mun annast gagnaúrvinnslu. Vakni upp spurningar um könnunina, hafðu þá endilega samband í gegnum netfangið tgj@tgj.is.

Fyrir hönd TGJ,

Sigrún Birna Sigurðardóttir
félags- og samgöngusálfræðingurráðgjafi TGJ