Djúpivogur
A A

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

skrifaði 16.10.2012 - 15:10

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu verður í grunnskólanum á Djúpavogi þann 20. október, 2012.

Kjörfundur hefst kl. 12:00 og opið verður til kl. 22:00.

Þó verður tekið tillit til 89. gr. laga um kosningar þar sem eftirfarandi kemur fram undir hvaða kringumstæðum megi slíta kjörfundi fyrir kl. 22:00.

89. grein hljóðar svo:

"Kjörfundi má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að hann hófst og ekki fyrr en hálf klukkustundu hefur liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Atkvæðagreiðslu má þó slíta er allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé hálf klukkustund frá því að kjósandi gaf sig síðast fram."

Kjörstjórn Djúpavogshrepps.