Djúpivogur
A A

Kjörbúðin hefur sölu á sérmerktum vörum af svæðinu

Kjörbúðin hefur sölu á sérmerktum vörum af svæðinu
Cittaslow

Kjörbúðin hefur sölu á sérmerktum vörum af svæðinu

Ólafur Björnsson skrifaði 07.07.2020 - 13:07

Stórt skref var nýlega stigið á Djúpavogi þegar Kjörbúðin hóf að bjóða sérmerktar framleiðsluvörur af svæðinu. Þetta samstarf sveitarfélagsins við framleiðendur og Samkaup er í anda Cittaslow sem m.a. leggur áherslu á mikilvægi þess að auka framboð staðbundinnar framleiðslu í aðildarsveitarfélögunum. Það er von allra sem að verkefninu standa að þetta sé aðeins byrjunin og að framboð staðbundinnar framleiðslu aukist í framtíðinni. Með því móti verða tengsl framleiðenda og neytenda meiri, virðing fyrir mat og raunvirði hans eykst og uppruni matvælanna verður öllum ljós. Um leið og við þökkum öllum sem taka þátt í þessum fyrsta áfanga með okkur, hvetjum við nýja framleiðendur og neytendur til að taka þátt í að hefja staðbundna framleiðslu til vegs og virðingar. Saman getum við haft áhrif.

Sveitarstjóri


Gauti Jóhannesson sveitarstjóri og Ásdís Heiðdal, verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Djúpavogi