Djúpivogur
A A

Kirkjudagurinn mikli

Kirkjudagurinn mikli

Kirkjudagurinn mikli

skrifaði 20.10.2014 - 08:10

Laugardaginn 4. október kom nokkur hópur sjálfboðaliða saman í gömlu kirkjunni. Var unnið að niðurrifi á klæðningu neðan úr lofti kirkjunnar og fleira. Efnið naglhreinsað og komið í geymslu. Margir komu einnig til að skoða og kynna sér framkvæmdir. Erum við öll sem að þessu komu mjög ánægð með vel heppnaðan dag. Getum varla beðið eftir öðru tækifæri til að koma saman aftur, gaman væri að hjálpast að við að rífa járn og múr af norðurhlið og göflum kirkjunnar. En laugardagurinn var ánægjulegur.

Hér eru nokkrar myndir frá Andrési og Þór.

F.h. Hollvinasamtakanna;
Þór Vigfússon