Djúpivogur
A A

Keppnisdagar 2012

Keppnisdagar 2012

Keppnisdagar 2012

skrifaði 20.02.2012 - 21:02

Jæja þá eru hinir árlegu Keppnisdagar í grunnskólanum í fullum gangi aftur.  Þeir hófust í dag og eins og venjulega fengum við góða gesti úr Grunnskóla Breiðdalshrepps til að taka þátt í þeim með okkur.  Keppnisgreinarnar í ár eru:
Heimilisfræði, sund, íþróttir, hæfileikakeppni, listsköpun og náttúrufræði.
Í dag kepptu yngri nemendur í íþróttum og æfðu sig síðan fyrir hæfileikakeppnina.  Eldri nemendurnir fóru í heimilsfræði, þar sem þeir bökuðu tebollur og þaðan í sund þar sem þeir þurftu að leysa margs konar þrautir eins og brettaboðsund, flot, körfubolta, blak o.fl.  Síðan fóru þeir í náttúrufræði þar sem gera þurfti tilraunir, greina fugla, steina o.fl. og síðan í listsköpun þar sem þeir unnu listaverk úr afgöngum.

Á morgun víxlast verkefnin og á öskudaginn verður uppskeruhátíð í íþróttahúsinu.  Hún hefst klukkan 10:30 og eru allir íbúar sveitarfélagsins velkomnir.

Myndir af fyrsta keppnisdegi eru hér.  HDH