Djúpivogur
A A

Kálið í Gleðivík - uppskriftasamkeppni

Kálið í Gleðivík - uppskriftasamkeppni

Kálið í Gleðivík - uppskriftasamkeppni

skrifaði 24.08.2010 - 11:08

Eins og frægt er orðið er nokkuð sérkennileg uppsprettan í Gleðivík og þar blasir nú við vænn og grænn kálgarður. Af því tilefni hefur verið ákveðið að efna til uppskriftasamkeppni þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að nota kálið úr Gleðivík.

Hægt verður að skila inn uppskriftum til og með 31. ágúst og skulu þær sendar á netfangið djupivogur@djupivogur.is. Dómnefnd mun svo velja bestu uppskriftina sem verður birt hér á heimasíðunni.

Allir geta tekið þátt og hvetjum við sem flesta til þess að vera með og nýta það sem Gleðivíkin gefur.

 

Þáttakendur eru hvattir til þess að gera sér ferð í Gleðivík og sækja sér kál en einnig er tilvalið að skoða listaverkið í leiðinni og jafnvel sækja þar innblástur.

BR