Djúpavogshreppur
A A

KJÖRSTAÐIR SAMEININGARKOSNINGA 26. OKTÓBER

KJÖRSTAÐIR SAMEININGARKOSNINGA 26. OKTÓBER

KJÖRSTAÐIR SAMEININGARKOSNINGA 26. OKTÓBER

Ólafur Björnsson skrifaði 24.10.2019 - 15:10

Laugardaginn 26. október næstkomandi fara fram kosningar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Einstaklingar geta athugað hvort þeir séu á kjörskrá og hvar þeir eigi að kjósa á heimasíðunni Ísland.is www.island.is/thjonusta/menntun-og-mannlif/lydraed...

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Kjörfundir fara fram í hverju sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir:

Kjörfundur í Seyðisfjarðarkaupstað fer fram í Íþróttamiðstöðinni frá kl. 10 til 22.

Kjörfundur í Djúpavogshreppi fer fram í Tryggvabúð frá kl. 10 til 18.

Kjörfundur á Fljótsdalshéraði fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum frá kl. 9 til 22. Kjördeildir verða tvær.

Kjörfundur í Borgarfjarðarhreppi fer fram á Hreppsskrifstofu frá kl. 9 til 17.

Aðsetur kjörstjórnar verður á viðkomandi kjörstað á kjördag. Talning atkvæða fer fram á sama stað og hefst eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæði talin og úrslit birt í hverju sveitarfélagi.

Undirbúning, framkvæmd og frágangur sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Kjörstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Allar nánari upplýsingar má finna á svausturland.is