Djúpavogshreppur
A A

Jónas og Ómar verða á fimmtudagskvöldi Hammondhátíðar

Jónas og Ómar verða á fimmtudagskvöldi Hammondhátíðar

Jónas og Ómar verða á fimmtudagskvöldi Hammondhátíðar

skrifaði 07.02.2013 - 14:02

Þær frábæru fréttir voru að berast að Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson verða með tónleika ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni hammondleikara á upphafskvöldi Hammondhátíðar Djúpavogs.

Jónas og Ómar fóru hringferð um landið í sumar sem vakti gríðarlega lukku en þeir eru rómaðir fyrir líflega framkomu og undantekningalaust myndast mögnuð stemmning á tónleikum þeirra.

Jónas Sigurðsson gaf út ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar plötuna Þar sem himin ber við haf á síðasta ári og Ómar gaf út plötu sem ber heitið Út í geim.

Stefán Örn Gunnlaugsson hefur getið sér gott orð sem hljómborðsleikari með hljómsveitum eins og Buff og Ritvélum framtíðarinnar.

Hún er því að verða ansi heilsteypt dagskrá þessarar hátíðar en áður var búið að kynna til leiks Nýdönsk, Dúndurfréttir, Magnús og Jóhann, Karlakórinn Trausta og Tónlistarskóla FÍH.

Það er því óhætt að fara láta sér hlakka til Hammondhátíðar 2013!

Fylgist með á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

Miðasala á Hammondhátíð 2013 hefst föstudaginn 15. febrúar á midi.is