Djúpavogshreppur
A A

Jónas og Ómar í Löngubúð

Jónas og Ómar í Löngubúð

Jónas og Ómar í Löngubúð

skrifaði 23.11.2012 - 10:11

Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson hafa verið á ferðalagi um landið síðustu daga og flutt lög af nýjum plötum sínum. Jónas gaf nýverið út, ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar, plötuna Þar sem himin ber við haf og Ómar gaf út sólóplötu sem ber nafnið Útí geim. Báðar plötur hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og nokkur lög af þeim eru orðnir tíðir gestir á útvarpsrásum landsins, þar á meðal eitt vinsælasta lag landsins síðustu vikur, Hafið er svart með Jónasi.

Þeir félagar ætla að spila í Löngubúð, sunnudaginn 25. nóvember kl. 13:00. Frítt verður inn á tónleikana.

Þeir verða vopnaðir tveimur trommusettum, gítar, bassa og hljómborði.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á þessa tónleika en þeir tónleikar sem að baki eru í þessari röð hafa verið vel sóttir og vakið mikla lukku.

Hér má sjá dagbókarfærslu frá þeim félögum frá því í gær og brot frá tónleikunum á Vopnafirði og Eskifirði.

ÓB