Djúpivogur
A A

Jólatónleikar tónskólans

Jólatónleikar tónskólans

Jólatónleikar tónskólans

skrifaði 14.12.2011 - 12:12

Jólatónleikar tónskólans voru haldnir í Djúpavogskirkju í gær.  Að vanda voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir og margir snillingar stigu á stokk.  Sérstaklega er gaman að fylgjast með þeim sem eru að byrja tónlistarnámið sitt og síðan þeim sem eldri eru að spila saman í "litlum hljómsveitum."  Flest lögin voru jólalög en nokkrir "rokkslagarar" í rólegri kantinum fengu að fylgja með.  Dagskráin endaði á því að samsöngskórinn flutti tvö lög.
Við þökkum Andreu og József kærlega fyrir frábæra tónleika.  Meðfylgjandi myndir tók Lilja Dögg.  HDH