Djúpivogur
A A

Jólaljósin tendruð - myndir

Jólaljósin tendruð - myndir

Jólaljósin tendruð - myndir

skrifaði 05.12.2014 - 08:12

Ljósin voru tendruð á jólatrénu miðvikudaginn 3. desember síðastliðinn. Vegna veðurs varð að fresta tendruninni sem átti að fara fram 1. sunnudag í aðventu. Veðrið lék hins vegar við íbúa sveitarfélagsins á miðvikudaginn, þó ekki væri það neitt sérstaklega jólalegt.

Sem fyrr drógu nemendur grunnskólans um hver fengi að kveikja á jólaljósunum og í þetta skiptið var það Mateusz Jajackowski sem fékk þann heiður. Óhætt er að fullyrða að hann hafi staðið sig með stakri prýði. 

Að því loknu var sungið og gengið í kringum tréð undir taktföstu spili Kristjáns Ingimarssonar og tónvissri stjórn Helgu Bjarkar Arnardóttur. Jólasveinarnir létu aðeins bíða eftir sér, en eftir nokkra háværa söngva heyrðu þeir til okkar og var ákaft fagnað af yngri kynslóðinni þegar þeir birtust.

Myndir frá tendruninni má sjá með því að smella hér.

ÓB
Myndir: ÓB/AS