Djúpivogur
A A

Jólaleikjatími í ÍÞMD í dag

Jólaleikjatími í ÍÞMD í dag

Jólaleikjatími í ÍÞMD í dag

skrifaði 10.12.2011 - 18:12

í dag var efnt til skemmtilegrar stundar af hálfu foreldrafélags leikskólans í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Það voru þau Bella, Klara, Heiða Guðmunds og Óðinn sem höfðu veg og vanda að þessum jólaleikjatíma sem tókst frábærlega í alla staði.  

Fyrst var stillt upp leiktækjum og þrautum fyrir krakkana og svo þegar krakkarnir voru búnir að fá hæfilega útrás í hreyfingu voru sungnir jólasöngvar og jólasveinar komu í heimsókn.  Lukkaðist þetta framúrskarandi vel og eiga þeir sem að komu þakkir skildar fyrir að búa til svo líflega og skemmtilegan viðburð sem raunin var.  

Kristján Ingimarsson spilaði undir og stýrði söng og það má til sannsvegar færa að Stjáni stendur sig hreint frábærlega í þessu hlutverki þessa dagana eins og öðru sem hann tekur sér fyrir hendur í tónlistarlífinu hér á Djúpavogi.  

Sjá annars meðfylgjandi myndir og myndskeið frá þessari skemmtilegu stund  í Íþróttamiðstöðinni í dag. 

AS

 

 

 

 

 

Sumir fengu ekki nóga athygli - þessi jólasveinn stakk sér því inn á eina myndina