Djúpivogur
A A

Jólakveðja frá starfsfólki skrifstofu Djúpavogshrepps

Jólakveðja frá starfsfólki skrifstofu Djúpavogshrepps

Jólakveðja frá starfsfólki skrifstofu Djúpavogshrepps

Ólafur Björnsson skrifaði 21.12.2018 - 10:12

Eftir langar og strangar æfingar er jólakveðjan frá skrifstofu Djúpavogshrepps nú loksins tilbúin. Í þetta sinn þurftum við að þjálfa upp tvo nýja dansara, þau Gretu Mjöll og Rúnar. Þau lofuðu nú ekkert sérstaklega góðu til að byrja með, voru reyndar alveg afleit, en eftir að Anna Sigrún ákvað að senda þau í þriggja vikna æfingabúðir til Gunnu Smára á Neskaupstað fóru hjólin loksins að snúast og jafnt og þétt fór þeim að takast að að halda sæmilegum takti. Gauti lét hafa eftir sér í upptökum að hann héldi að þau myndu innan ekki of margra ára ná þeim lágmarks kröfum sem krafist er af starfsfólki skrifstofunnar. Það má því segja að framtíðin sé björt.

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Starfsfólk skrifstofu Djúpavogshrepps