Djúpivogur
A A

Jólakveðja frá skrifstofu Djúpavogshrepps

Jólakveðja frá skrifstofu Djúpavogshrepps

Jólakveðja frá skrifstofu Djúpavogshrepps

skrifaði 22.12.2010 - 11:12

Það er orðinn gamall og góður siður hjá starfsfólki skrifstofu Djúpavogshrepps að senda út jólakveðju í dansformi. Því var það áhyggjuefni þegar fordansari síðastliðinna ára, Bj. Hafþór Guðmundsson,  kvaddi okkur eftir síðasta kjörtímabil. Að sjálfsögðu kemur maður í manns stað en það var strax ljóst að það gríðarlega skarð sem Hafþór skildi eftir sig yrði erfitt að fylla upp í. Myndi nýr fordansari búa yfir sömu dansreynslu og sömu leiðtogahæfileikum og hann?

Með hnút í maga hélt starfsfólk skrifstofunnar, ásamt nýjum fordansara, Gauta Jóhannessyni, á fyrstu dansæfingu aðventunnar. Sá hnútur var svo sannarlega óþarfur. Gauti hefur enda komið víða við, t.a.m. sótt fjölmörg og fjölþjóðleg dansnámskeið bæði austan hafs og vestan, nú síðast lagði hann stund á hinn þjóðlega Fawn Thai dans (nánar tiltekið Fawn Marn Mong Kol tilbrigði) í Kanchanaburi í vesturhluta Tælands.

Það er þó ekki hægt að segja þá kunnáttu hafi hann nýtt sér í sínum fyrsta jóladansi með skrifstofunni, en engu að síður er ljóst að þar fer dansari sem býr yfir gríðarlegri fjölhæfni og ótvíræðum leiðtogahæfileikum.

Nóg um hann.

Eftir miklar vangaveltur um hvað skyldi taka fyrir í jólakveðju þessa árs var ákveðið að prófa eitthvað alveg nýtt. Brimbrettadans.

Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrstu dansæfingu. Gauti og Anna Sigrún í forgrunni og Óli og Bryndís í bakgrunni. Gríðarlegir leiðtogahæfileikar Gauta leyna sér ekki.

Dansinn má skoða með því að smella hér.


Með jólakveðju;

Starfsfólk skrifstofu Djúpavogshrepps