Djúpavogshreppur
A A

Jólablað Bóndavörðunnar 2019

Jólablað Bóndavörðunnar 2019
Cittaslow

Jólablað Bóndavörðunnar 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 11.11.2019 - 09:11

Jólablað Bóndavörðunnar kemur út fimmtudaginn 28. nóvember nk. og við erum að safna efni. Jólasögur og draugasögur; lygasögur og sannar sögur; þjóðlegur fróðleikur og annar fróðleikur, allt er þetta áhugavert efni í blaðið, lumar þú á einhverju slíku? Svo er þetta kjörið tækfæri fyrir öll skúffuskáld og önnur skáld að taka aðeins til í handraðanum og senda okkur efni.

Skilafrestur á efni og auglýsingum í Bóndavörðuna er til 14. nóvember nk.

Þeir sem eig aeru áhugasamir um að koma sínu efni eða auglýsingum á framfæri, eru beðnir um að senda upplýsingar til Bergþóru Birgisdóttur, bergthora@djupivogur.is.

Hlökkum til að heyra frá ykkur.

Kveðja,
Bergþóra Birgisdóttir og Ásdís H. Benediktsdóttir