Djúpivogur
A A

Jólabingó Neista 2016

Jólabingó Neista 2016

Jólabingó Neista 2016

skrifaði 11.12.2015 - 08:12

Næstkomandi sunnudag mun ungmennafélagið Neisti halda sitt árlega jólabingó á Hótel Framtíð

Bingóið er sem fyrr stórglæsilegt og skiptist í barnabingó sem verður kl. 14:00 og fullorðinsbingó sem verður kl. 20:00.

Vinningar eru meðal annars flug, gisting, veitingar, kræsingar beint úr sveitum og sjó, humarsúpa, hárvörur, hönnun, handverk, gjafabréf, leikföng og margt, margt fleira sem ungmennafélagið fær að styrk frá fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja þannig sitt að mörkum til uppbyggingar á íþróttastarfi á Djúpavogi.

Viljum við nota tækifærið og þakka kærlega fyrir það framlag og hvetja alla bæjarbúa til að koma og spila.

Innkoma seldra bingóspjalda rennur að sjálfsögðu beint til ungmennafélagsins og verður til þess að áframhaldandi uppbygging og fjölbreytileiki helst í starfi Neista.

 

Bestu kveðjur,

stjórn Neista