Djúpavogshreppur
A A

Jólaball leikskólans

Jólaball leikskólans

Jólaball leikskólans

skrifaði 17.12.2010 - 15:12

Í dag héldu leikskólabörnin upp á sitt jólaball þar sem dansað var í kringum jólatréð og síðan kom Jólasveinn í heimsókn til okkar færandi hendi með gjafir handa öllum leikskólabörnunum. Það var nú ekki auðvelt fyrir jólasveinin að komast í leikskólann enda mjög hvasst á Djúpavogi en á leið sinni í leikskólann missti hann húfuna sína sem fauk út í veður og vind.  Börnin höfðu nú töluverðar áhyggjur af því og vildu endilega fara út að leita að húfunni en með hjálp starfsfólks leikskólans fannst húfan og varð mikil gleði bæði hjá sveininum sem börnunum við það.  Jólasveinninn Gluggagæir tók svo nokkra hringi í kringum jólatréð með börnunum og sungu allir hátt og snjallt hin ýmsu jólalög.  Áður en Gluggagæir fór gaf hann öllum jólapakka sem foreldrafélag leikskólans sá um að útvega.  Börnin þökkuðu fyrir sig og kvöddu jólasveinin með þeim ráðleggingum að hann skyldi nú passa húfuna sína vel í rokinu. Eftir jólaballið var farið inn á deildirnar og leikið sér fram að hádegismatnum en alltaf þennan dag fá börnin jólamáltíð með hangikjöti og uppstúf auk þess sem þau fá jólaís í eftirmat. 


Dansað í kringum jólatréð


Hver er þarna úti í myrkrinu?


Jólasveinninn og hann missti húfuna sína út í rokið þegar hann kom inn...


Hann varð því að fara aftur út að leita að húfunni sinni....


..og eftir mikla leit fann jólasveinninn ekki húfuna sína...


Jólasveinninn kom þá bara inn og heilsaði upp á börnin húfulaus


en síðan fannst húfan og þá var sko hægt að dansa í kringum jólatréð


Eftir nokkra hringi í kringum tréð settist jólasveinninn niður og gaf krökkunum öllum jólapakka


Síðan kvaddi jólasveinninn og lofaði að passa húfuna sína vel


Börnin horfðu á eftir jólasveininum, smellið á myndina til að sjá fleiri myndir af jólaballinu