Djúpivogur
A A

Jen Fe kynning á Djúpavogi

Jen Fe kynning á Djúpavogi

Jen Fe kynning á Djúpavogi

skrifaði 16.09.2009 - 15:09

Á Hótel Framtíð næstkomandi föstudag, 18. september, mun Þorkell sem við Sæbakka er kenndur halda kynningu á Jen Fe Full Life One heilsu- og næringardrykknum.

Drykkur þessi er nýr sinnar tegundar á Íslandi, en hann er unninn úr náttúrulegum jurtum.  Árangurinn af notkun hans er náttúruleg og heilbrigð leið til aukinnar orku, betri einbeitingar og minni streitu án allra aukaverkana.

Kynningin hefst kl. 20:00 og eru allir velkomnir.  Gestum gefst bæði kostur á að kynna sér eiginleika drykkjarins og fá upplýsingar um hvernig hægt er að gerast dreifingaraðilar.

Einnig verður kynning á Hótel Framtíð laugardaginn 19. september kl. 16:00.