Djúpavogshreppur
A A

Íþróttaskóli Djúpavogs

Íþróttaskóli Djúpavogs

Íþróttaskóli Djúpavogs

skrifaði 05.10.2016 - 08:10

Íþróttaskóli Djúpavogs hófst laugardaginn 1. október. Hann verður í boði milli kl.11-12 á laugardögum fram að jólum. Skólinn hefur aðsetur í íþróttahúsi Djúpavogs.

Greta Mjöll Samúelsdóttir íþrótta- og sundkennari Djúpavogsskóla og þjálfari Neista hefur aðalumsjón með Íþróttaskóla Djúpavogs. Henni til aðstoðar verður Hera Líf ef þörf er á staðgengli.

Í íþróttaskóla Djúpavogs gefst leikskólabörnum á aldrinum 18 mánaða og uppúr kostur á að hreyfa sig í skemmtilegu umhverfi undir leiðsögn reyndra þjálfara og foreldra. Markmið skólans er að bjóða upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem tekur mið að þroskaþáttum barna. Skólinn er unnin í stöðvaþjálfun, þrautabrautum og í ýmsum leikjum með fjölbreyttu hreyfiálagi þar sem börnin hafa kost á að svala hreyfiþörf sinni í jákvæðu og öruggu umhverfi.

Aðal markmið skólans eru að:

o Börnunum líði vel
o Efla hreyfinám og hreyfifærni barnsins sem stuðlar að auknum; hreyfiþroska, líkamsþroska, mál- og vitsmunaþroska og félagsþroska.
o Foreldrar taki þátt með börnunum sínum.
o Þjálfunin sé leikræn – leikurinn sé í fyrirrúmi.

Hreyfiþroski er undanfari alls annars þroska. Við verðum að byrja á grunninum og byggja ofan á hann. Íþróttaskólinn mun vinna með grunnhreyfingarnar 18 sem eru okkur öllum eðlislægar en þurfum þó að þjálfa og þroska. Með því er unnið með skynstöðvar líkamans; jafnvægisskyn, snertiskyn, sjónskyn, heyrnarskyn og samspil skynfæra.

Munum að þetta á að vera eintóm skemmtun ekki keppni eða afreksþjálfun! Það eru allir sigurvegarar!
Hvetja, hvetja, hvetja, hvetja, hvetja!!

Verð:
Önnin (12 skipti) = 11.000 kr
Stakur tími 1.200 kr.
ATH! að í boði er að prufa einn tíma og greiða fyrir hann stakt gjald. Ef það er svo áhugi að vera allt námskeiðið getur gjaldið á staka prufutímanum gengið upp í heildarverð annarinnar.

Skráning fer fram á Facebooksíðu skólans. Farið er inn í Files / skrár og valið að breyta skjali / edit doc. Bætið svo nafni barnsins við.