Djúpavogshreppur
A A

Íþróttamaður ársins

Íþróttamaður ársins

Íþróttamaður ársins

skrifaði 25.04.2015 - 10:04

Fimmtudaginn 19.mars voru veittar viðurkenningar á vegum Umf. Neista. Voru veittar fimm viðurkenningar til metnaðarfullra og duglegra ungmenna. 

Íþróttamaður ársins var valinn Bergsveinn Ás Hafliðason. FótboltaNeisti var Jens Albertsson og SundNeisti var Þór Albertsson. Sérstök verðlaun fyrir ástundun og framfarir fengu þau Kristófer Dan og Diljá Snjólfsdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju. 

Nánar má lesa um hvert og eitt þeirra hér fyrir neðan myndina.

Frá vinstri: Kristófer Dan, Jens, Bergsveinn Ás, Þór og Diljá.

Kristófer Dan fékk viðurkenningu fyrir framför og ástundun. Kristófer er metnaðarfullur leikmaður  sem mætir á allar æfingar og leggur sig allann fram á þeim. Kristófer tekur mikið af aukaæfingum og má oft sjá hann í íþróttasalnum á ólíklegustu tímum að æfa sig. Æfingin skapar meistarann og hefur Kristófer náð miklum framförum síðastliðið ár.

Jens Albertsson fékk viðurkenninguna "Fótbolta-Neisti". Jens er einstaklega hæfileikaríkur fótboltamaður, leggur mikið á sig til að ná réttri tækni og stundar fótbolta af mikilli elju. Jens  er vel að titlinum kominn og hvetjum við hann til að halda áfram á sömu braut.

Bergsveinn Ás var valinn Íþróttamaður ársins. Bergsveinn mætir á allar æfingar hvort sem er fótbolti eða íþróttir. Sýnir mikinn metnað og var valinn ásamt 99 öðrum á sama reki, á hæfileikamót KSÍ og stóð sig þar með stakri prýði. Bergsveinn er áhugasamur og virkilega góður íþróttamaður. 

 

Þór Albertsson, Sund-Neisti. Þór vann stigabikarinn á sundmóti ÚÍA sumarið 2014. Hann keppti einnig á Landsmóti UMFÍ á yngra ári og vann þar medalíu. Þór er áhugasamur sundmaður og hvetjum við hann til að synda áfram.

Diljá fær viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir. Diljá er metnaðarfullur íþróttamaður á öllum sviðum. Hún æfir sund, íþróttir og fótbolta og hefur sýnt framfarir á öllum þessum sviðum. Hún er jákvæð og hvetjandi. Hvetjum við Diljá til að stunda áfram íþróttir af kappi.