Djúpavogshreppur
A A

Íþróttabræður frá Djúpavogi

Íþróttabræður frá Djúpavogi

Íþróttabræður frá Djúpavogi

skrifaði 27.10.2006 - 00:10

Djúpavogsbúar hafa oft á tíðum haft á að skipa góðum íþróttamönnum. Það hefur líka komið æ betur í ljós eftir því sem að íþróttaaðstaða hefur verið byggð upp á staðnum að sífellt fleiri hafa verið að gera það gott í sportinu. Freyr Guðlaugsson er einn af þeim sem ólst upp alla yngri flokkana með Neista á Djúpavogi. Freyr er sem kunnugt er sonur Guðlaugs Harðarsonar og Hafdísar Bogadóttur en þau fluttu af staðnum fyrir nokkrum árum. Freyr hefur leikið með Þór frá Akureyri frá árinu 2002, en nú hefur hann hinsvegar gengið til liðs við Úrvalsdeildarlið Fylkis í Reykjavík. Það má segja að það séu mikil íþróttagen í fjölskyldu Freys en bróðir hans, Hrafn Guðlaugsson er einnig mikill íþróttamaður þótt ungur sé en hann hefur getið sér mjög gott orð innan golfíþróttarinnar. Hann byrjaði að æfa golf á Djúpavogi og hefur verið að standa sig frábærlega á landsvísu í golfinu í sínum aldursflokki. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með frábæran árangur í íþrótt sinni og vonum að þeir eigi eftir að slá enn meir í gegn á komandi árum.

AS