Djúpivogur
A A

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ráðinn til starfa hjá Djúpavogshreppi

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ráðinn til starfa hjá Djúpavogshreppi

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ráðinn til starfa hjá Djúpavogshreppi

skrifaði 23.08.2013 - 08:08

Sveinn Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi til Djúpavogshrepps og hefur hann þegar tekið til starfa.

Er þetta í fyrsta sinn sem ráðinn er einstaklingur í þetta starf hjá Djúpavogshreppi og eru bundnar vonir við að þessi tilhögun muni styrkja enn betur barna og unglingastarf í sveitarfélaginu.  Djúpavogshreppur hefur á síðustu árum lagt mjög mikla áherslu á að byggja upp fjölskyldumiðað samfélag og er ráðning  íþrótta- og æskulýðsfulltrúa einn þáttur í að styrkja þá stefnu enn frekar.

Sveinn Þórður er fæddur í Keflavík en ólst upp á Reyðarfirði, fór í Verkmenntaskólann á Neskaupstað og útskrifaðist vorið 2000. Þaðan lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni og þar sem hann útskrifaðist sem íþróttafræðingur vorið 2004. Sveinn er giftur Freydísi Ástu Friðriksdóttur og eiga þau saman þrjú börn; Birgittu Rán 10 ára, Friðrik Mána 2 ára og Breka Hrafn sem er 4 mánaða.


Við óskum Sveini til hamingju með starfið og velfarnaðar í þeim verkefnum sem bíða hans.

ÓB