Djúpavogshreppur
A A

Ísland allt árið

Ísland allt árið

Ísland allt árið

skrifaði 02.01.2012 - 11:01

Auglýst er eftir umsóknum í þróunarsjóð á sviði ferðamála sem ætlað er að styrkja ferðaþjónustu utan háannatíma eða allt árið, í samræmi við áherslur Ísland, allt árið sem er markaðsverkefni iðnaðarráðuneytis, Icelandair, SAF, Reykjavíkurborgar, Landsbankans, SVÞ og Iceland Express.  

Hvatt er til samstarfsverkefna, þriggja eða fleiri fyrirtækja, sem geta haft veruleg áhrif á lengingu ferðamannatímans á viðkomandi svæði. Lögð er áhersla á samstarfsverkefni en það er ekki forsenda fyrir stuðningi.  

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2012 og er gert ráð fyrir að afgreiðslu verði lokið í febrúar 2012. Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Nánari upplýsingar hér.

Ef þið eruð með hugmynd að verkefni sem gæti lengt ferðamannatímann er um að gera að sækja í þennan sjóð. Hægt er að fá aðstoð hjá ferða- og menningarmálafulltrúa virka daga frá 8:00-12:00, netfang: helgarun@djupivogur.is og sími: 4788228.

HRG