Djúpivogur
A A

Innflytjendur á Austurlandi - Könnun

Innflytjendur á Austurlandi - Könnun

Innflytjendur á Austurlandi - Könnun

skrifaði 20.09.2017 - 09:09

Austurbrú fékk í sumarbyrjun styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála til að kanna hagi og viðhorf innflytjenda á Austurlandi. Á Austurlandi voru á síðasta ári um eitt þúsund innflytjendur af 47 þjóðernum; þar af voru Pólverjar rúmlega 500 og eru þeir vel yfir helmingur af öllum innflytjendum og tveir þriðju af öllum innflytjendum 20 ára og eldri. Þar á eftir koma Litháar, Tékkar og Danir. Alls eru innflytjendur tæp 10% af íbúum Austurlands.

Hlutfall innflytjenda er hæst í Fjarðabyggð; á Eskifirði og Reyðarfirði þar sem þeir eru um 17% af heildaríbúafjölda á hvorum stað. Á Fljótsdalshéraði eru innflytjendur rúmlega 4% af íbúafjöldanum.

Mikilvægt er að kanna hagi og viðhorf þessa stóra hóps og samfélagslega aðlögun hans. Tilgangur þessarar rannsóknar er sá og er spurt um viðhorf, skólamál, félagsþátttöku o.fl.

Hluti af rannsókninni er vefkönnun sem er dreift hér á þremur tungumálum.

Vonast er til að sem allra flestir taki þátt í vefkönnuninni sem er með öllu órekjanleg. Öll svör eru mikilvæg.

Á íslensku https://www.surveymonkey.com/r/WSM68X5

Á ensku https://www.surveymonkey.com/r/WSW3GFG

Á pólsku https://www.surveymonkey.com/r/WQWJKVL

Verkefnastjórar rannsóknarinnar eru Tinna Halldórsdóttir og Elfa Hlín Pétursdóttir.

ÓB