Idol stemmning á Hótel Framtíð

Idol stemmning á Hótel Framtíð
skrifaði 18.05.2009 - 17:05Meðfylgjandi myndband sendi Norvald Sandö okkur. Hann var svo snjall að vera með vídeóvél á samkomu Djúpavogsbúa á Hótel Framtíð þegar úrslitakvöld Idol stjörnuleitar fór fram. Myndbandið sýnir semsagt viðbrögðin í salnum á hótelinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið gríðarleg.
Þið smellið bara á "play" takann á spilaranum fyrir neðan.
Við þökkum Norvald kærlega fyrir að senda okkur þetta myndband.
ÓB