Djúpivogur
A A

Íbúar Djúpavogshrepps eru orðnir 501

Íbúar Djúpavogshrepps eru orðnir 501

Íbúar Djúpavogshrepps eru orðnir 501

Ólafur Björnsson skrifaði 06.01.2020 - 14:01

Nýlega birti Þjóðskrá Íslands upplýsingar um þróun íbúafölda eftir sveitarfélögum https://skra.is/um-okkur/frettir/frett/2020/01/02/Ibuafjoldi-eftir-sveitarfelogum/

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár þá búa 64% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu og 8,5% á Suðurlandi. Einungis 2% íbúa landsins búa á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra, tæp 3% á Austurlandi.

Fjöldi íbúa í nýju sveitarfélagi í kjölfar sameiningar Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps verður samkvæmt sömu heimild u.þ.b. 4.924 þegar það verður formlega orðið til á vordögum

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár Íslands eru íbúar í Djúpavogshreppi nú 501 og hafa ekki verið fleiri síðan 2002 þegar 522 bjuggu í sveitarfélaginu. Frá aldamótum voru íbúar fæstir í Djúpavogshreppi árið 2015 þegar þeir voru 422, síðan þá hefur því fjölgað um tæp 19%.

Til gamans má geta þess börn á grunnskólaaldri eru 15,9% íbúa, landsmeðaltal er 13%. Börn á leikskólaaldri eru 7,8%, landsmeðaltal er 6%. – þetta er lífið ; )

Sveitarstjóri