Djúpivogur
A A

Íbúafundur um skipulagsmál

Íbúafundur um skipulagsmál

Íbúafundur um skipulagsmál

skrifaði 19.05.2016 - 13:05

Hvernig vilt þú að Djúpivogur þróist til framtíðar?
Íbúafundur um skipulagsmál

Haldinn í Djúpinu / Sambúð fimmtudaginn 19. maí kl. 18:00.

Þessi misserin er unnið að mótun skipulags á Djúpavogi, en slík vinna felur í sér að greina styrkleika svæðisins, veikleika þess og tækifæri, og á þeim grunni skapa öfluga framtíðarsýn fyrir þorpið. Þessi fundur er þriðji íbúafundurinn sem haldinn er í tengslum við þessa skipulagsgerð, en á fyrri fundum hafa íbúar komið sjónarmiðum sínum á framfæri og líflegar umræður hafa skapast.

Á þessum fundi mun fulltrúi TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur kynna heildarniðurstöður fyrri funda og fyrstu hugmyndir að mótun skipulags lagðar fram.

Meginefni fundar: Miðbæjarsvæði Djúpavogs - deiliskipulag

Dagskrá
1. Miðbæjarsvæði Djúpavogs – deiliskipulag (íbúafundur nr. 3)
2. Önnur deiliskipulagsvinna
(íbúðabyggð og nýir og fjölbreyttir valkostir í deiliskipulagi m.a. frístunda- og „smáheimilabyggð“ á afmörkuðum svæðum)

Fyrirspurnir og umræður að lokinni kynningu.

Íbúar eru eindregið hvattir til að mæta.

F.h. Skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefndar Djúpavogs
Andrés Skúlason formaður