Djúpavogshreppur
A A

Íbúafundur um sameiningartillögu

Íbúafundur um sameiningartillögu

Íbúafundur um sameiningartillögu

Ólafur Björnsson skrifaði 09.10.2019 - 12:10

Íbúafundur í Djúpavogshreppi vegna fyrirhugaðrar sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn 9. október á Hótel Framtíð.

Á fundinum verður tillaga um sameiningu sveitarfélaganna kynnt og íbúum gefst tækifæri til að koma spurningum, sjónarmiðum og ábendingum á framfæri.

Hægt verður að koma spurningum á framfæri jafnt rafrænt og munnlega. Því er mikilvægt að þátttakendur hafi meðferðis snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu ef þau vilja nýta sér rafræna möguleikann. Fundunum verður streymt á Facebook-síðu sveitarfélagsins og geta íbúar fylgst með þar og sent inn spurningar.

Fundurinn fer fram milli kl. 18:00 og 21:00.

Þátttakendum verður boðið upp á súpu og meðlæti.

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar á svausturland.is