Djúpavogshreppur
A A

Íbúafundur um deiliskipulag á miðbæjarsvæði

Íbúafundur um deiliskipulag á miðbæjarsvæði
Cittaslow

Íbúafundur um deiliskipulag á miðbæjarsvæði

skrifaði 10.05.2018 - 08:05

Íbúafundur um deiliskipulag á miðbæjarsvæði verður haldinn föstudaginn 11.maí kl 17:00 á Hótel Framtíð. Um er að ræða fund nr. 5 um skipulag á miðsvæðinu. Íbúar eru hvattir til að taka daginn frá og fjölmenna - Páll J Líndal frá TGJ mun á fundinum sem áður fylgja þeirri skipulagsvinnu úr hlaði sem verið hefur í vinnslu. Bent skal á að boðið verður upp á upplifun í gagnvirkum sýndarveruleika sem er í vinnslu fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi - Hér er um nýjung að ræða af hálfu Djúpvogshrepps sem er verið að þróa í samvinnu við TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur og Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Þetta er gert með það fyrir augum að íbúar geti fengið nánari tilfinningu fyrir þeim verkefnum sem verið er að leggja grunn að við skipulagsvinnuna. Djúpavogshreppur er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem er markvisst að þróa sýndarveruleika samhliða skipulagsvinnu með þeim hætti sem hér er á ferðinni. Markmiðið er að gefa íbúum gott svigrúm til að skoða sýndarveruleikann og því verður opið fyrir hann til kl 21:00 eftir að fundi lýkur. Fulltrúar á nýjum framboðslistum eru að sjálfsögðu sérstaklega hvattir til að mæta og kynna sér þá metnaðarfullu stefnu sem þegar hefur mörkuð í veigamiklum atriðum í skipulaginu.
Kaffi og með því í boði Djúpavogshrepps.


Verið velkomin,

Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd Djúpavogshrepps