Djúpivogur
A A

Íbúafundur um Sveitarfélagið Austurland

Íbúafundur um Sveitarfélagið Austurland

Íbúafundur um Sveitarfélagið Austurland

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 27.03.2019 - 14:03

Íbúum Djúpavogshrepps er boðið til íbúafundar til að móta tillögur að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Markmið fundarins er að heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar.

Undanfarnar vikur hafa starfshópar unnið hugmyndir og tillögur að framtíðarsýn fyrir Sveitarfélagið Austurland. Íbúar fá tækifæri til að kynna sér þær, og koma sínum hugmyndum, ábendingum og sjónarmiðum á framfæri.

Fundurinn fer fram á Hótel Framtíð milli kl. 18:00 og 21:30, og verður þátttakendum boðið upp á léttar veitingar.