Djúpavogshreppur
A A

Íbúafundur nr. 2 - deiliskipulag á miðsvæði

Íbúafundur nr. 2 - deiliskipulag á miðsvæði

Íbúafundur nr. 2 - deiliskipulag á miðsvæði

skrifaði 13.10.2015 - 08:10
 
 

Opin íbúafundur nr. 2 um deiliskipulag á miðsvæði Djúpavogs verður haldinn í Löngubúð fimmtudaginn 15.okt. 2015 kl 17:30.

Á fundinn mun mæta Páll J Líndal  fulltrúi skipulagsskrifstofu TGJ  

Dagskrá

Miðsvæði Djúpavogs.
Kynntar verða frumhugmyndir að deiliskipulagi miðsvæðisins á Djúpavogi, þar sem fulltrúi TGJ mun meðal annars fara yfir helstu forsendur sem lagðar hafa verið til grundvallar við undirbúningsvinnu sem skipulags-framkvæmda og umhverfisnefnd Djúpavogshrepps hefur samþykkt að leggja upp með.  
Að lokinni kynningu verður viðhaft sama fyrirkomulag og á síðasta íbúafundi þar sem efnt var til umræðu meðal fundarmanna um framtíðarþróun á miðsvæðinu og óskað eftir hugmyndum og ábendingum.

Jafnframt verða kynntar niðurstöður frá síðasta íbúafundi og er markmiðið nú að taka í framhaldi til umræðu þau svæði sem eftir stóðu á deiliskipulagssvæðinu. 


Bent skal á að íbúafundir sem þessir eru ekki lögbundnir við gerð deiliskipulags á þessu stigi máls en hér er hinsvegar litið svo á að gott sé að gefa íbúum kost á að koma ábendingum á framfæri strax á fyrstu stigum áður en hið lögbundna ferli og vinna hefst við mótun skipulagsins.
.   

                                                      Hér með eru íbúar hvattir til að mæta

                                                                 F.h. Djúpavogshrepps
                                                        Andrés Skúlason oddviti / form. SFU