Í tilefni Dags íslenskrar tungu

Í tilefni Dags íslenskrar tungu skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 16.11.2020
11:11
Í tilefni Dags íslenskrar tungu
Málfarsmínútur
Íslenskt mál á varla vin;
villur inn sér smeygja.
Bjagað kerfi, brenglað kyn,
boðar; mál skal deyja.
**
Íslenskt mál á engan vin;
yndi, göfgi hverfur.
Ambögur og öfugt kyn
inn að kviku sverfur.
**
Öll er villan eðlisgóð,
æðstu prestar telja;
þó að örg af miklum móð,
megi eyru kvelja.
**
Engu skeytt er hætis hót,
um hættur þegja allir.
Málspjöllunum mæla bót
málfræðingar snjallir.
**
Málörbirgð
Rosa–langt og rosa–mjótt.
Rosa er blómið lítið.
Rosa–fallegt, rosa–ljótt.
Rosalega skrýtið.
Kristín Sigfinnsdóttir