Í leikskólanum

Í leikskólanum
skrifaði 30.12.2009 - 13:12Leikskólinn Bjarkatún var opinn milli jóla og nýárs og voru nokkur börn sem nýttu sér opnunina þó svo að meirihluti barnanna hafi verið í jólafríi. Þó svo að börnin hafi ekki verið mörg var tíminn nýttur vel. Starfsmenn gátu sinnt ýmsum verkefnum sem hafa setið á hakanum í vetur, búnar voru til áramótagrímur og leikið sér í snjónum.
Starfsfólk og börn Bjarkatúns óska ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum kærlega fyrir það liðna. Megi árið 2010 verða okkur öllum gott.
Fleiri myndir er hægt að sjá hér
ÞS