Djúpavogshreppur
A A

Í gestaviku

Í gestaviku

Í gestaviku

skrifaði 23.11.2012 - 15:11

Þessi vika sem nú er að líða er svokölluð gestavika en þá gefst fólki kostur á að koma í heimsókn í leikskólann og fylgjast með starfinu.  Afar, ömmur, frænkur, frændur, mömmur og pabbar hafa kíkt til okkar og tekið þátt í starfinu með sínu barni.  Á Kríudeild komu 29 gestir og á Krummadeild komu 24 gestir sem dreifðust nokkuð jafnt og þétt yfir vikuna.  Það er von okkar á leikskólanum að gestirnir hafi fengið smá innsýn inn í starf leikskólabarnsins en það er alltaf gaman að geta kynnt fyrir fólki þá mikilvægu vinnu sem unnin er hér í leikskólanum. 

Móðir og sonur saman í einingakubbum

Faðir og dóttir saman í einingakubbum

Móðir og sonur (sem er hér í horninu og sést lítið í) í holukubbum

 

ÞS