Djúpivogur
A A

Í berjamó

Í berjamó

Í berjamó

skrifaði 12.09.2013 - 13:09

Í síðastliðinni viku fóru nemendur leikskólans í berjamó þar sem þeir tíndu bæði bláber og krækiber.  Berin voru síðan notuð með hádegismatnum og fengu börnin sér því berjaskyr.  Ekki þurftu þau að fara langt til að finna berin en börnin á Krummadeild fóru rétt út fyrir leikskólagirðinguna og þar var lyngið svart af krækiberjum og inn á milli voru bláberin.  Börnin á Kríudeild fóru hins vegar aðeins lengra eða utan við Bóndavörðuna í svokallað Loftskjól og var sama sagan þar, lyngið svart af berjum.   Misjafnt var hversu sólgin börnin voru í berin en sum börnin tíndu beint upp í sig á meðan önnur létu nægja að setja í pokann og voru lítið fyrir að smakka berin.  Við vorum líka svo einstaklega heppin þennan dag með veður þar sem við fengum glampandi sól, logn og mjög hlýtt.

Að tína ber

Í berjamó

Fleirri myndir hér

 

ÞS