Djúpivogur
A A

Í berjamó

Í berjamó

Í berjamó

skrifaði 13.09.2006 - 00:09

Um morguninn var farið upp á klettanna fyrir ofan Hammersminni og leituð börin að berjum, ekki var um mikið af berjum að finna svo úr varð hin ágætis gönguferð yfir klettanna og komum við niður hjá tjaldstæðinu.  Þá var gengið áleiðis í leikskólann en komið við á leikvelli gamla leikskólans.  Þar stoppuðum við aðeins og farið var í nokkra leiki.  Síðan fengu börnin sér sæti á gömlum slóðum eða í brekkunni og fengu íspinna.  Hann var borðaður með bestu lyst.  Það fóru nú reyndar ekki öll börnin í gönguferðina þar sem þau allra yngstu urðu eftir og léku sér á lóðinni, þau fengu samt sem áður ís þó svo að engin gönguferð hafi verið farin. 

Eftir hádegið þegar Krummadeild svaf ákváðu börnin á Kríudeild að leita að berjum á klettunum við lóð leikskólans.  Og viti menn þar var alveg krökkt af berjum og týndu mörg þeirra ber í poka of höfðu með sér heim. 

Í berjamó2

Í berjamó6

Í berjamó19