Djúpivogur
A A

Hvað þarf til að ná árangri? - Fyrirlestur á morgun!

Hvað þarf til að ná árangri? - Fyrirlestur á morgun!

Hvað þarf til að ná árangri? - Fyrirlestur á morgun!

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 08.03.2019 - 09:03

Í tilefni 100 ára afmælisárs Neista býður Ungmennafélagið öllum Djúpavogsbúum upp á frábæran og afar vinsælan fyrirlestur.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson heldur fyrirlestur á morgun, 9.mars, á Hótel Framtíð sem nefnist Hvað þarf til að ná árangri? Fyrirlesturinn hentar sérstaklega þeim sem eru 12 ára og eldri og vilja ná betri árangri í því sem þau eru að fást við auk þess sem fyrirlesturinn hentar foreldrum barna og unglinga sem vilja hjálpa þeim að ná betri árangri í því sem þau eru að fást við. Dæmi eru tekin úr íþróttum þó auðveldlega megi yfirfæra það sem sagt er yfir á nám, starf, tónlist eða önnur áhugamál.

Fyrirlesturinn er um 60-70 mín og hefst kl 13.30 á Hótel Framtíð.

Um fyrirlesarann:

Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Siggi Raggi) er íþróttafræðingur með mastersgráðu í íþróttasálfræði. Hann er knattspyrnuþjálfari og hefur þjálfað A-landslið kvenna í knattspyrnu bæði á Íslandi og í Kína. Hann var fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands í 12 ár og er eftirsóttur fyrirlesari hjá fyrirtækjum, félögum og skólum.