Húsaskoðun

Húsaskoðun
skrifaði 04.02.2010 - 11:02Krakkarnir í 1.-5. bekk fóru ásamt umsjónarkennurum í leiðangur í gær. Tilgangurinn var að skoða gömul hús í nágrenni skólans. Er þetta hluti af grenndarnáminu sem við erum mjög stolt af hér í skólanum. Heldur kalt var í veðri þannig að gangan var eilítið styttri en til stóð. Þó náðu börnin að skoða: Sólvang, Höfða, Tríton, Löngubúð, Geysi og Faktorshús. Þau hittu einmitt smiðina í Faktorshúsinu og fengu að kíkja inn. Myndir eru hér. HDH