Djúpavogshreppur
A A

Hugleiðsludagur unga fólksins í dag

Hugleiðsludagur unga fólksins í dag

Hugleiðsludagur unga fólksins í dag

Ólafur Björnsson skrifaði 09.10.2019 - 08:10

Hugleiðsludagur unga fólksins, 9. október 2019

Hugleiðsludagur unga fólksins verður haldinn þann 9. október en sá dagur er einnig afmælisdagur friðarsinnans John Lennon heitins. Þá verður Friðarsúlan tendruð í Viðey fyrir von um frið í heiminum. Samtökin “Jóga hjartað” standa fyrir sameiginlegri hugleiðslu fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt. Viðburðurinn fer fram klukkan 10:30. Þeir sem hafa áhuga á að vera með, geta gert það það með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.

Hugleiðslan (hún er sýnd í myndbandi á vefslóð fyrir neðan)

1. Við hægjum á öndun.
2. Við setjum lófa á brjóstkassa og tengjum við hjarta.
3. Við lokum augum.
4. Og við hugleiðum inn á frið í hjarta í 3 mínútur. Finnum okkar innri frið.

Horfa á hugleiðsluna: Smelltu hér.

https://www.facebook.com/events/2523457271074224

Menningarmálanefnd Djúpavogshrepps