Hreyfivikan hefst í dag


UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
Neisti tekur að sjálfsögðu þátt í þessu frábæra fyrirbæri með hreyfingu fyrir alla á hverjum degi.
Mánudagur:
Slökun með Grétu í Helgafelli kl. 18. Allir velkomnir! Taka með dýnu sem geta og allir mega koma með teppi með sér. Fótboltaæfing kl 20:00 fyrir þá sem vilja. Upphitun fyrir Djúpavogsdeildina með Guðmundi Helga.
Þriðjudagur:
Sjósund kl. 17:00 með Þóri og Guðrúnu Önnu. Mæting við Körin
Yoga fyrir fullorðna með Guðnýju Klöru. Kl. 20:00 í Neista.
Miðvikudagur:
Yoga fyrir krakka með Guðnýju Klöru. 1. - 4. bekkur. Kl. 17 í Neista.
Fimmtudagur:
Sjósund kl. 11:00 með Þóri og Guðrúnu Önnu. Mæting við Körin
Yoga fyrir krakka með Guðnýju Klöru. 5. - 7. bekkur. Kl. 17 í Neista.
Fótboltaæfing kl 20:00 fyrir þá sem vilja. Upphitun fyrir Djúpavogsdeildina með Guðmundi Helga.
Föstudagur:
Yoga fyrir krakka með Guðnýju Klöru. 8. - 10. bekkur. Kl. 17 í Neista.
Laugardagur
Gönguferð um Djúpavog kl 11:OO Ólafur Áki frítt í sund á eftir fyrir alla. Mæting við Geysi!
Allir viðburðir eru í boði Neista og því öllum að kostnaðarlausu!
GÓÐA SKEMMTUN & ÁFRAM NEISTI!