Djúpavogshreppur
A A

Hreinsun og sorphirða

Hreinsun og sorphirða

Hreinsun og sorphirða

Ólafur Björnsson skrifaði 08.11.2019 - 10:11

Nú er komin töluverð reynsla á þriggja tunnu kerfið sem tekið var í notkun í tengslum við hreinsun og sorphirðu i sveitarfélaginu.

Með því steig Djúpavogshreppur ákveðið skref í átt að umhverfisvænna samfélagi með því að auka flokkun frá heimilum og stofnunum og draga þannig úr sorpmagni sem fer til urðunar.

Í þéttbýlinu eru allar tunnur losaðar á þriggja vikna fresti. Í dreifbýli eru Gráa tunnan losuð á þriggja vikna fresti en Græna tunnan á sex vikna fresti, enda eru íbúar í dreifbýli með 660 lítra kar undir endurvinnsluhráefnin. Innihald Grænu tunnunnar er flokkað frekar hjá ÍGF og sent til endurvinnslu. Mikilvægt er að hafa í huga að óhreint hráefni hentar ekki til endurvinnslu og ætti að fara með almennu sorpi í Gráu tunnuna.

Lífræni eldhúsúrgangurinn í Brúnu tunnunni er nýttur til jarðgerðar, þ.e.a.s. búin er til molta sem er næringarríkur jarðvegsbætir sem t.d. getur nýst vel til landgræðslu.

Til að stuðla að enn frekari flokkun lífræns úrgangs hefur sveitarfélagið ákveðið að bjóða heimilum án endurgjalds körfu undir lífrænan úrgang. Með körfunni fylgir ein rúlla af maíspokum. Hægt er að nálgast körfurnar í áhaldahúsinu og eru þau heimili sem ekki eru með slíka körfu nú þegar hvött til að nýta sér þetta tækifæri.

Sveitarstjóri